Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Ólafur setið lengst allra

11.07.2013 - 02:41
Mynd með færslu
 Mynd:
Ólafur Ragnar Grímsson er nú orðinn sá lýðræðislega kjörni þjóðarleiðtogi sem lengst hefur setið í Evrópu.

Ástæðan er sú að forsætisráðherra Lúxemborgar, Jean-Claude Juncker, hefur tilkynnt afsögn sína. Þetta gerir hann vegna hneykslismáls tengdu leyniþjónustu ríkisins sem sökuð hefur verið um ýmis misferli.  

Reyndar má deila um hvort leiðtogi Hvíta-Rússlands, Alexander Lukashenko, skáki forseta Íslands. Hann hefur setið í tæp19 ár en umdeilt er hvort síðustu forsetakosningar þar í landi voru lýðræðislegar þar sem aðrir frambjóðendur voru beittir ofbeldi og fangelsaðir. 

Juncker hafði setið í rúm 18 ár, en Ólafur Ragnar nú í tæp 17. Hann er því í 20. sæti heimslistans.