Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Ólafur Ragnar aftur í framboð

18.04.2016 - 18:02
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson boðaði í morgun óvænt til blaðamannafundar á Bessastöðum kl. korter yfir fjögur. Ekkert fundarefni var tilgreint og fólk velti því fyrir sér hvort hann ætlaði að tilkynna um að hann gæfi kost á sér áfram sem forseti - eða - hvort hann hyggðist taka af öll tvímæli um fyrri yfirlýsingar sínar um að hann ætli að hætta í vor. Enn á ný voru því öll augu og eyru á Bessastöðum. Síðdegisútvarpið var þar og við sendi út beint frá blaðamannafundinum.
Ólafur Ragnar Grímsson tilkynnti á Bessastöðum að hann ætlaði að gefa aftur kost á sér sem forseti Íslands, 6. kjörtímabilið í röð. Einn frambjóðandi, Guðmundur Franklín Jónsson, brást skjótt við, dró framboð sitt til baka og lýsti yfir stuðningi við Ólaf Ragnar. Við ræddum við Boga Ágústsson fréttamann og Egil Helgason dagskrárgerðarmann um þessi tíðindi og hvaða áhrif þau hafa á kosningarnar framundan.
 
Það hefur ekki farið framhjá mörgum að frægustu hjón í heimi eru í heimsókn á Íslandi. Það eru þau Kanye West og Kim Kardashian, ásamt fríðu föruneyti. Freyr Gígja Gunnarsson fréttamaður ræddi þessa heimsókn og ekki síst áhrifin sem hún getur haft í för með sér.

 

gudmundurp's picture
Guðmundur Pálsson
dagskrárgerðarmaður