Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Ólafsfjarðamúli lokaður vegna snjóflóðahættu

02.12.2015 - 10:54
Mynd með færslu
 Mynd: Ágúst Ólafsson - RÚV
Búið er að loka Ólafsfjarðarmúla vegna snjóflóðahættu. Tvö flóð féllu á veginn í Ólafsfjaraðrmúla á sunnudaginn. Siglufjarðarvegur er opin eins og er, en þar er vel fylgst með snjóalögum.

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er Siglufjarðarvegur opinn og eru menn á snjóruðningstækjum þar að störfum. Þar er þó mjög hvasst, allt að 20 metrar á sekúndu, og full ástæða til að biðja vegfarendur að fara gætilega.

Allar leiðir í Eyjafirði eru opnar og eru snjóruðningstæki bæði á Öxnadalsheiði  og Víkursksarði.

Uppfært kl.11.07: Snjóflóð féll í Ólafsfjarðarmúla á ellefta tímanum og var veginum lokað strax. Vegfarendur eru beðnir um að virða lokanir.