Athugið þessi frétt er meira en 13 ára gömul.

Oksanen fær bókmenntaverðlaunin

30.03.2010 - 10:49
Mynd með færslu
 Mynd:
Finnska skáldkonan Sofi Oksanen hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2010 fyrir skáldsöguna Puhdistus, eða Hreinsun. Verðlaunin verða afhent í Reykjavík í nóvember, í tengslum við fund Norðurlandaráðs.

Oksanen, sem er 33 ára, fædd árið 1977, á finnskan föður og eistneska móður. Verðlaunasagan er þriðja skáldsaga hennar. Hún er saga tveggja kvenna og gerist á tveimur tímaskeiðum í sögu Eistlands, um og eftir síðari heimsstyrjöld og svo skömmu eftir að Eistland öðlaðist sjálfstæði á ný eftir hrun Sovétríkjanna. Fyrir hana hefur Oksanen bæði fengið Finlandia-verðlaunin og Runeberg-verðlaunin, og nú bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs.

Einar Kárason og Steinar Bragi voru tilnefndir til bókmenntaverðlaunanna fyrir Íslands hönd.

Puhdistus kemur út í íslenskri þýðingu Sigurðar Karlssonar hjá Máli og menningu í haust.