Ögmundur: Niðurstaðan er sigur

Mynd með færslu
 Mynd:
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra og þingmaður VG, segir niðurstöðuna í forvali flokksins í Suðvesturkjördæmi vera sigur. Hann segir flokkinn og stjórnmálin ekki hafa farið varhluta af átökum síðustu ára. Ólafur Þór Gunnarsson, sem hafnaði í öðru sæti, býst við að taka sæti á listanum.

Ögmundur fékk 53 prósent atkvæða í forvalinu eða 261 atkvæði af 487. Ólafur Þór Gunnarsson hlaut 234 atkvæði og hafnaði í öðru sæti en kjörsókn var um 42 prósent.

Ólafur sagði í samtali við fréttastofu skömmu eftir að úrslitin hföðu verið kynnt að hann hefði ekki tekið endanlega ákvörðun um hvort hann tæki sæti á listanunum en hann verður að öllum líkindum færður niður í þriðja sætið vegna kynjareglna flokksins. Rósa Björk Brynjólfsdóttir hafnaði í þriðja sæti í forvalinu en hún tekur sæti Ólafs.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi