Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Öflugur skjálfti við Bárðarbungu

22.03.2018 - 01:56
Hágöngur í baksýn og sést í átt að Tungnafellsjökli.
 Mynd: Tómas Guðbjartsson
Öflugur jarðskjálfti varð skammt austur af Bárðarbungu laust fyrir klukkan ellefu í kvöld, um 4,3 að stærð. Tveir minni skjálftar fylgdu í kjölfarið; sá fyrri, 2,4 að stærð, nánast strax á hæla þess stóra, en sá seinni, sem var 2,5 að stærð, varð þegar klukkuna vantaði rúmar tuttugu mínútur í eitt í nótt. Þá varð skjálfti af stærðinni 2,8 á svipuðum slóðum um klukkan hálfsjö í gærkvöld.

Bjarki Kaldalóns Friis, jarðvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir ekkert óvenjulegt á seyði og engin merki um að þessir skjálftar séu vísir að einhverju öðru og meira. 
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV