Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Öflug bílsprenging í Mogadishu

04.02.2019 - 10:18
Mynd með færslu
 Mynd:
Að minnsta kosti níu létu lífið og allnokkrir særðust þegar öflug bílsprengja sprakk í dag á fjölsóttum markaði í miðborg Mogadishu, höfuðborg Sómalíu. Töluvert tjón varð á húsum og bílum. Talið er að vígamenn hryðjuverkasamtakanna Al-Shabab hafi verið að verki. Reuters fréttastofan hafði eftir heimamönnum að mikill reykur hefði stigið upp frá miðborginni skömmu eftir að sprengingin varð.
asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV