Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Ófærð víða um land og vegum lokað

17.02.2019 - 08:14
Mynd með færslu
Mynd úr safni. Mynd: Jóhann Bjarni Kolbeinsson - RÚV
Ófærð er víða um land og því hefur nokkrum vegum verið lokað. Víða er hált eða þungfært. Ferðalangar eru hvattir til að kynna sér vel veðurspár og ástand vega áður en lagt er í hann.

Frétt uppfærð klukkan 09:40: Búið er að opna Hellisheiði.

Á Vesturlandi er Fróðárheiði lokuð og þungfært er á Vatnaleið og ófært við Hafursfell. Þæfingsfærð er í Kolgrafafirði. Þungfært er á Bröttubrekku og þæfingsfærð í Borgarfirði.

Á Vestfjörðum er ófært á Klettshálsi og þungfært og skafrenningur á Kleifaheiði. Þungfært og stórhríð er á Steingrímsfjarðarheiði og á Strandarvegi. Ófært er á Þröskuldum. Þæfingsfærð er á Innstrandarvegi og í Ísafjarðardjúpi. Mögulegt er að snjóflóðahætta verði á Flateyrarvegi.

Á Norðurlandi er þæfingsfærð og snjókoma á Öxnadalsheiði og á Grenivíkurvegi. Ófært er í Héðinsfirði, á Siglufjarðarvegi og í Víkurskarði. Líkur eru á snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla í dag.

Á Norðausturlandi er ófært í Ljósavatnsskarði, Tjörnesi, Hófaskarði og Hálsum og beðið er með mokstur á þessum leiðum. Lokað er á Mývatns- og Möðrudalsöræfum og verða aðstæður kannaðar um hádegi.

Á Austurlandi er þæfingsfærð á Fjarðarheiði. 

Hægt er að fylgjast með færð á vegum á vef Vegagerðarinnar. 

Í dag gengur á með norðan- og norðaustan hríðarveðri víða um land, en léttir þó fljótlega til fyrir sunnan. Á morgun dregur heldur úr vindi og úrkomu vestanlands, en áfram verður norðanhvassviðri með ofankomu og skafrenningi fyrir austan. Frost víða 0 til 5 stig, en yfirleitt frostlaust með suður- og austurströndinni. 

Fréttin var uppfærð klukkan 08:51: Fyrirsögn var breytt og nýjustu upplýsingar um færðar inn í fréttina. 

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir

Tengdar fréttir