Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Ófærð á Vestfjörðum, Öxnadalsheiði og Vatnsskarð lokuð

24.01.2020 - 00:31
Mynd með færslu
 Mynd:
Þjóðvegur eitt er lokaður um Vatnsskarð og Öxnadalsheiði vegna veðurs og ófærðar, og leiðin um Þverárfjall líka. Fjölmargir vegir á Vestfjörðum eru lokaðir og verða til morguns hið minnsta. Veginum milli Ísafjarðar og Súðavíkur var lokað í kvöld vegna snjóflóðahættu, en kannað verður klukkan sex í fyrramálið hvort aðstæður leyfi opnun hans.

Hálfdán, Vestfjarðarvegur um Dynjandisheiði, Klettsháls og Kollafjarðarheiði, Þorskafjarðarheiði, Þröskuldar og Steingrímsfjarðarheiði eru líka lokuð vegna veðurs og ófærðar, rétt eins og Steinadalsheiði og Strandavegur norðan Bjarnarfjarðar. 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV