Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Of Monsters and Men í beinni útsendingu á Rás2

Mynd með færslu
 Mynd: Of Monsters and Men

Of Monsters and Men í beinni útsendingu á Rás2

05.11.2019 - 13:10

Höfundar

Rás 2 verður með beinar útsendingar á meðan á Iceland Airwaves stendur.

Stærsta tónlistarhátíð landsins, Iceland Airwaves hefst með pompi og prakt á morgun.

Hátíðin fer fram dagana 6.-9. nóvember, á hinum ýmsu tónleikastöðum í Reykjavík eins og ár hvert. Hátíðin fer fram í tuttugasta og fyrsta sinn dagana og hefur hátíðin jafnan skipað veglegan sess í dagskrá Rásar 2 meðan á henni stendur og á því verður engin undantekning í ár. 

Poppland hefur leika á fimmtudeginum frá Slippbarnum á fimmtudag og verða einnig á föstudag, Morgunútvarpið verður líka í beinni útsendingu á föstudagsmorgninum frá Slippbarnum. Þar líta við góðir gestir og lifandi tónlist. Björg og Gísli Marteinn verða sömuleiðis á Slippbarnum á laugardagsmorgninum í Morgunkaffinu og fara yfir það helsta sem um er að vera. 

Svo verða lifandi tónleikar á Rás 2 á laugardagskvöldinu í beinni frá Valsheimilinu en fram koma, Daði Freyr, Agent Fresco, CHAI, Vök og Of Monsters And Men.

Tengdar fréttir

Airwaves

Framtíðin er kvenkyns

Tónlist

Leiðarvísirinn að Iceland Airwaves

Airwaves

Rás 2 og Airwaves endurnýja samstarf sitt