Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Of mikið blý í kúlublysinu „15 Ball Eagles“

19.12.2018 - 22:16
Mynd með færslu
 Mynd:
Neytendastofa hefur lagt tímabundið bann við sölu á kúlublysi sem reyndist innihalda of mikið blý, eða um fimmtán hundruð sinnum meira blý en í öðrum flugeldum sem Umhverfisstofa rannsakaði. Blysið nefnist „15 Ball Eagles“ og voru um átta prósent af púðrinu blý, sem er óleyfilegt. Magn blýsins er svo mikið að Umhverfisstofnun telur að útilokað að um mistök í framleiðslu sé að ræða.

Endar í matnum

„Við viljum takmarka allt blý í umferð,“ segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. „Blý sem við skjótum út í loftið fellur á endanum til jarðar sem ryk, fellur í kálgarða hjá okkur, út á akurinn þar sem verið er að rækta matvæli eða út í vatn. Þannig að það endar í lífkeðjunni og á endanum í matnum hjá okkur.“

Blý og arsen í loftinu

Í mælingum sem Umhverfisstofnun lét gera í kjölfar mikillar svifryksmengunar á höfuðborgarsvæðinu um síðustu áramót kom í ljós greinileg hækkun á styrk ýmissa efna í andrúmslofti á þessum tíma, ar á meðal blýs og arsens. Þetta varð tilefni þess að Umhverfistofnun réðist í efnagreiningu flugelda.

Aldrei meira svifryk en í fyrra

„Í fyrra var algjört met,“ segir Þorsteinn. „Mjög mikil svifryksmengun og hún er í sjálfu sér óháð blýinu. Ef við getum náð alveg blýlausum flugeldum myndi svifryksmengunn ekkert minnka og það er hún sem er versta mengunin fyrir fólk sem er viðkvæmt fyrir eins og lungnasjúklinga,“ segir hann. og veldur þeim akút áhrifum. Í fyrra voru til dæmis innlagnir á spítala, það voru dæmi um það sko.“

Mynd með færslu
 Mynd:
Matthías Tryggvi Haraldsson
Fréttastofa RÚV