Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Oddviti um Björgvin: „Gríðarleg vonbrigði"

19.01.2015 - 10:32
Mynd með færslu
 Mynd:
Mynd:  / 
Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps, segir fjárdrátt Björgvins G. Sigurðssonar fyrrverandi viðskiptaráðherra, gríðarleg vonbrigði fyrir sveitarstjórnina og samfélagið allt. Björgvin var sveitarstjóri í hreppnum í hálft ár og dró að sér um hálfa milljón á meðan. Hann lét af störfum á föstudag.

„Það eru náttúrulega gríðarleg vonbrigði þegar menn bregðast trúnaði sem menn hafa og verða að hafa í svona starfi þá er slíkt auðvitað vonbrigði, ekki síst fyrir mig og sveitarstjórnina og fyrir íbúa í þessu litla sveitarfélagi," segir Egill í viðtali við fréttastofu. „Því hann er nú ekki búinn að vera lengi hjá okkur í vinnu, bara tæpa sex mánuði."

Viðtalið í heild má heyra hér að ofan. 

[email protected]