Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Oddvitar mættust í Ísafjarðarbæ

Mynd: Halla Ólafsdóttir / RÚV
Oddvitar framboðslita í Ísafjarðarbæ sátu fyrir svörum á Rás 2. Að þessu sinni eru þrír listar sem bjóða fram, B-listi Framsóknarflokks, D-listi Sjálfstæðisflokks og Í-listinn. Oddvitar í Ísafjarðarbæ eru Marzellíus Sveinbjörnsson, Framsóknarflokki, Daníel Jakobsson, Sjálfstæðisflokki og Arna Lára Jónsdóttir, Í-lista.

 

Ísafjarðarbær er stærsta sveitarfélag Vestfjarða, bæði hvað varðar íbúafjölda og flatarmál. Sveitarfélaginu tilheyra þéttbýlisstaðirnir Ísafjörður, Suðureyri, Flateyri, Þingeyri, Hnífsdalur, sveitirnar þar á milli og Hornstrandir.

Í kosningunum árið 2014 voru framboðin í Ísafjarðarbæ fjögur. Að auki við flokkanna þrjá, sem bjóða fram í ár, var listi Bjartrar framtíðar sem náði ekki kjöri. Í-listinn fékk fimm menn kjörna og þar með meirihluta í bæjarstjórn, Sjálfstæðisflokkur fékk þrjá menn og Framsóknarflokkur einn mann. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hafa verið í minnihluta á þessu kjörtímabili. Meirihlutinn réð Gísla Halldór Halldórsson sem bæjarstjóra.

Á þessu kjörtímabili hefur íbúum í Ísafjarðarbæ fjölgað um tæp tvö prósent og í byrjun þessa árs var fjöldi íbúa 3707.

 

arnarph's picture
Arnar Páll Hauksson
Fréttastofa RÚV
hallao's picture
Halla Ólafsdóttir
dagskrárgerðarmaður