Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Oddný segir af sér formennsku - Myndskeið

Mynd: Þórdís Arnljótsdóttir / RÚV
Oddný Harðardóttir hefur sagt af sér formennsku í Samfylkingunni. Hún tilkynnti þetta í beinni útsendingu í Síðdegisútvarpinu á Rás 2 að loknum fundi sínum með forseta Íslands á Bessastöðum. Hún segir ákvörðunina vera sína og hún haldi áfram að vera jafnaðarmaður og sitja á Alþingi.

Logi Einarsson varaformaður flokksins tekur við formennsku í flokknum. 

Í yfirlýsingu Oddnýjar segir hún meðal annars að hún hafi tekið við formennskunni fyrir fimm mánuðum á miklum erfiðleikatímum í flokknum. Ekki hafi náðst að snúa við erfiðri stöðu flokksins á þeim stutta tíma og niðurstaða kosninganna sé henni mikil vonbrigði. „Afgerandi niðurstöður kosninganna kalla hins vegar á afgerandi viðbrögð. Ég hef því ákveðið að stíga til hliðar sem formaður Samfylkingarinnar.“

Oddný segir augljóst að Samfylkingin sé ekki á leið í ríkisstjórn en að þingmenn flokksins styðji öll góð mál. Einnig sé Samfylkingin tilbúin til að styðja umbótastjórn og verja hana falli. 

 

asrunbi's picture
Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV