Óbreytt skipting fulltrúa í Norðurþingi

Mynd með færslu
 Mynd:
Skipting bæjarfulltrúa í Norðurþingi breyttist ekkert þegar atkvæði sem greidd voru í kosningum um síðustu helgi voru endurtalin í dag. Endurtalningin fór fram að beiðni Framsóknarflokks, en aðeins munaði níu atkvæðum á honum og Sjálfstæðisflokknum sem fékk því einum fleiri bæjarfulltrúa.

Eina breytingin við endurtalningu var sú að atkvæði sem féll upphaflega Samfylkingunni í skaut var úrskurðað ógilt við endurtalningu. Að sögn Ágústs Sigurðar Óskarssonar, formanns kjörstjórnar, var það vegna þess að talningarfólki hafði yfirsést að einnig hafði verið strikað laust við listabókstaf annars framboðs á þeim kjörseðli.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi