Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Óbreytt hjá Sjálfstæðisflokknum í Kraganum

Mynd með færslu
 Mynd: Vilhjálmur Þór Guðmundsson - RÚV
Sjálfstæðisflokkurinn hefur kynnt framboðslista sinn í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra leiðir listann, sem tekur litlum sem engum breytingum frá því í kosningunum fyrir ári. Alþingismennirnir Bryndís Haraldsdóttir, Jón Gunnarsson, Óli Björn Kárason og Vilhjálmur Bjarnason koma næstir á eftir Bjarna á listanum rétt eins og í fyrra.

Tveir víkja af listanum frá fyrra ári; Vilhjálmur Bjarnason, alnafni Alþingismannsins, sem vermdi þá 7. sætið, og Kolbrún G. Þorsteinsdóttir, kennari í Mosfellsbæ, sem í fyrra var í 13. sæti. Í stað þeirra koma inn á listann Bylgja Lára Bragadóttir sölustjóri í 12. sætið og Ragnheiður Ríkharðsdóttir, fyrrverandi alþingismaður í 26. og síðasta sæti listans.

Listinn í heild sinni er svona:

 1. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra
 2. Bryndís Haraldsdóttir, alþingismaður
 3. Jón Gunnarsson, alþingismaður
 4. Óli Björn Kárason, alþingismaður
 5. Vilhjálmur Bjarnason, alþingismaður
 6. Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi og varaþingmaður
 7. Kristín María Thoroddsen, flugfreyja og ferðamálafræðingur
 8. Katrín Ósk Ásgeirsdóttir, háskólanemi
 9. Tinna Dögg Guðlaugsdóttir, lögfræðingur
 10.  Hrefna Kristmannsdóttir, jarðefnafræðingur og prófessor emeritus
 11.  Davíð Þór Viðarsson, viðskiptafræðingur og knattspyrnumaður
 12.  Bylgja Bára Bragadóttir, sölustjóri
 13.  Unnur Lára Bryde, flugfreyja og bæjarfulltrúi
 14.  Guðmundur Gísli Geirdal, sjómaður
 15.  Þorgerður Anna Arnardóttir, aðstoðarskólastjóri
 16.  Bergur Þorri Benjamínsson, viðskiptafræðingur
 17.  Maríanna Hugrún Helgadóttir, formaður FÍN
 18.  Hilmar Jökull Stefánsson, menntaskólanemi
 19.  Þórhildur Gunnarsdóttir, verkfræðinemi og handknattleikskona
 20.  Kristján Jónas Svavarsson, stálvirkjasmíðameistari
 21.  Sveinn Óskar Sigurðsson, framkvæmdastjóri
 22.  Gyða Ragnheiður Stefánsdóttir, lögfræðingur
 23.  Ásgeir Einarsson, stjórnmálafræðingur
 24.  Erling Ásgeirsson, fyrrverandi formaður bæjarráðs
 25.  Erna Nielsen, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar
 26.  Ragnheiður Ríkharðsdóttir, fyrrverandi alþingismaður
Bryndís Haraldsdóttir, stjórnarformaður Strætó bs.
Bryndís Haraldsdóttir Mynd: RÚV/Kastljós
stigurh's picture
Stígur Helgason
Fréttastofa RÚV