Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Obama velur nýjan sendiherra fyrir Ísland

30.10.2013 - 10:38
Mynd með færslu
 Mynd:
Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur útnefnt lögfræðinginn Robert C. Barber sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Associated Press fréttaveitan greindi frá þessu í morgun.

Þar segir að Barber hafi verið í fjáröflunarteymi Obama ásamt Mark Gilbert, fyrrverandi hafnaboltaleikmanni, sem hefur verið útnefndur sendiherra á Nýja-Sjálandi. Saman söfnuðu þeir ríflega 500.000 Bandaríkjadölum í kosningasjóð forsetans fyrir kosningabaráttuna í fyrra.

Öldungadeild Bandaríkjaþings þarf að staðfesta útnefningar Barbers og Gilberts. Louis Arreaga, núverandi sendiherra sem tók við 2010, lætur senn af störfum á Íslandi.