Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

OAS vill flýta kosningum í Níkaragva

18.07.2018 - 19:47
epa06889216 Thousands of people on board cars, motorcycles, bicycles and trucks march through the streets of Managua, Nicaragua, on 14 July 2018.  Protesters demand the resignation of President Daniel Ortega after 88 days of a crisis that has left at
Mótmæli gegn Daniel Ortega og stjórn hans hafa staðið í Níkaragva í þrjá mánuði. Mynd: EPA-EFE - EFE
OAS, Samtök Ameríkuríkja, samþykktu ályktun í dag, þar sem skorað er á Daniel Ortega, forseta Níkaragva, að taka höndum saman við stjórnarandstöðu landsins og ákveða að efna til kosninga fyrr en fyrirhugað var. Mikið hefur verið um mótmælaaðgerðir að undanförnu sem stjórnvöld hafa mætt með hörku.

Í ályktuninni er hvers konar ofbeldi fordæmt, svo sem kúgun, mannréttindabrot og misþyrmingar sem yfirvöld eru sökuð um að hafa beitt. Talið er að um 280 manns hafi látið lífið í mótmælum gegn Ortega og stjórn hans.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV