Óafsakanlegar yfirlýsingar og trúnaðarbrestur

29.11.2018 - 21:36
Mynd með færslu
 Mynd:
Yfirlýsingar þingmanna Miðflokksins eru óafsakanlegar, segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra í facebookfærslu nú í kvöld. Hún er ein þeirra sem höfð voru niðrandi ummæli um í samræðum þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins.

„Trúnaðarbrestur hefur átt sér stað milli þeirra, þings og þjóðar," segir Lilja jafnframt í færslunni. „Það orðfæri og sleggjudómar sem orðið hafa tilefni fréttaskrifa í dag lýsa vanmætti, ótta og úreltum viðhorfum."