Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Nýtt: Old Man Gloom, The Acacia Strain, End & Xibalba

30.03.2020 - 11:00
Í þætti hlaðvarpsþætti dagsins má heyra nýtt efni með Old Man Gloom, The Acacia Strain, End og Xibalba í viðbót við heilan helling af nýju og nýlegu hágæða rokki sem viðheldur góðu andlegu jafnvægi í samgöngubanni - dordingull alla mánudaga í hlaðvarpinu á ruv.is

Hjómsveitin Old Man Gloom var stofnuð árið 1999 af þeim  Aaron Turner úr hljómsveitinni Isis og Santos Montano í hljómsveitinni Zozobra, en þrátt fyrir að vera stofnuð í New Mexíkó fylki í Bandaríkjunum inniheldur sveitin meðlimi hljómsveita sem voru og eru mjög áberandi í þungarokks og Harðkjarna senu í Boston borg. Í sveitinni eru einnig þeir Nate Newton (Converge og Doomriders) og Stephen Brodsky (Cave In, Mutoid Man) - En íslandsvinurinn Stephen Brodsky gekk til liðs við bandið árið 2018 eftir að bassaleikarinn Caleb Scofield (Cave In, ZoZobra) lést af slysförum sama ár.

Hljómsveitin tilkynnti það fyrir nokkrum vikum að von væri á plötunni "Seminar VIII: Light of Meaning", og að hægt væri að forpanta plötuna á netinu, en áætlun sveitarinnar var að gefa út tvær plötur og gefa einnig öllum þeim sem pöntuðu plötuna einnig eintak af nýrri auka plötu "Seminar IX: Darkness of Being" sem algjöran bónus.

Þar sem ekkert er hægt að halda tónleika á tímum Covid-19 ákvað sveitin að skella aukaplötunni Seminar IX: Darkness of Being strax á netið í stað fyrir þennan fyrirhugaða gjörning, en hægt er að hlusta á hana í heild sinni hér:

Nýtt lag er einnig í boði af plötunni Seminar VIII: Light of Meaning  hér að neðan:

Lagalistinn:

Daddy Issues - Bolurinn
Code Orange - In Fear
Horseneck - Porcelain Ass
The Acacia Strain - Solace and Serenity
Heaven Shall Burn - Thoughts and Prayers
Old Man Gloom - Procession of the Wounded
Godchilla - Holiday Club
Whores. - Daddy's Money
Vígspá - Heimsmynd
Mínus - Afturendi
Misery Loves Co. - Kiss Your Boots
Kublai Khan TX - The Truest Love
Xibalba - En la Oscuridad
END - Pariah
Intronaut - Tripolar
Une Misère - Damages
Óværa - Runaway
Daddy Issues - Bolurinn MMXVIII
Soulfly - First Commandment (ásamt Chino Moreno)
Droid - Vengeance Is Mine (ásamt Chino Moreno)
Lamb of God - Embers (ásamt Chino Moreno)

sigvaldij's picture
Sigvaldi Jónsson
dagskrárgerðarmaður