Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Nýtt kosningakerfi í stjórnarskrá

26.07.2011 - 17:35
Stjórnlagaráð samþykkti í dag við aðra umræðu um frumvarp til nýrra stjórnskipunarlaga nýjan mannréttindakafla, og ákvæði um nýja og gjörbreytta kosningalöggjöf. Ráðið stefnir að því að ljúka störfum á morgun og á föstudag er ráðgert að forsætisráðherra fái fullunnið stjórnarskrárfrumvarp í hendur.

Meginregla frumvarps stjórnalagaráðs um nýja kosningalöggjör er sú að atkvæða allra skuli vega jafnt, hvar sem þeir eru búsettir á landinu. Til að tryggja það er heimilt að landið skuli aðeins vera eitt kjördæmi samkvæmt tillögunum, en alþingi mælir fyrir um kjördæmsskipanina. Kjördæmin skuli þó ekki vera fleiri en átta samvkæmt tillögunum. Kosningatilhögunin sem lögð er til gerir ráð fyrir að bæði verði hægt að bjóða fram kjördæmalista og landslista. Kjórsandanum á að vera heimilt að velja af þeim báðum. Lögð er til blanda af persónukjöri og listakjöri. Gert er ráð fyrir að kjósendur geti valið frambjóðendur af fleiri en einum lista, en löggjafinn að kjósandi verða að velja frambjóðendur af sama lista.

Stjórnlagaráð hefur samþykkt mannréttindakafla í frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Hann er mun ítarlegri en mannréttindakaflinn í gildandi stjórnarskrá. Umhverfis- og auðlindamál eru felld inn í mannréttindakaflann sem ber nú yfirskriftina Mannréttindi og náttúra. Með því undirstrikar stjórnlagaráð að rétturinn til hreinnar og heilnæmrar náttúru teljist til mannréttinda. Um auðlindirnar segir að auðlindir sem ekki séu í einkaeign skuli teljast eign þjóðarinnar og þær megi hvorki selja né veðsetja. Sérstakt ákvæði um dýravernd er í lokagrein kaflans um mannréttindi og náttúru sem stjórnlagaráð hefur samþykkt.

Málskotsréttur forseta Íslands verður í óbreyttu formi í nýrri stjórnarskrá samkvæmt tillögu stjórnlagaþings. Fyrir lá tillaga um að ekki yrði unnt að skjóta fjárlögum fjáraukalögum, lögum um ríkisborgararétt eða lögum sem varða þjóðréttarskuldbindingar til þjóðarinnar. Nú hefur ráðið fallið frá slíkum takmörkunum.