Nýr sendiherra spreytir sig á íslensku

14.01.2015 - 23:36
Mynd með færslu
 Mynd:
Nýr sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Robert C. Barber, vill auka viðskipti, fjárfestingar og samskipti þjóðanna tveggja. Hann spreytir sig á íslensku í nýju kynningarmyndbandi.

„Góðan daginn frá Ameríku. Ég heiti Rob Barber,“ segir nýi sendiherrann í upphafi myndbandsins sem má horfa á hér fyrir neðan. 

Barber tekur formlega við embætti sendiherra 28. janúar. Í myndbandinu segir Barber Bandaríkjamenn stolta að vinna með Íslandi í þróun endurnýjanlegrar orku og áherslna á Norðurslóðir. Hann ætlar sér að nýta samfélagsmiðla til að upplýsa þjóðina um starf sitt.  

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi