Nýr prestur kosinn í Staðastaðaprestakalli

02.11.2013 - 12:11
Mynd með færslu
 Mynd:
Sóknarbörn sem tilheyra Staðastaðaprestakalli á sunnanverðu Snæfellsnesi kjósa sér nýjan prest í dag. Séra Guðjón Skarphéðinsson lætur af embætti og nýr prestur tekur við 1. desember. Prestskosningar eru fátíðar í seinni tíð.

Fimm sóknir heyra undir Staðastað; Búðasókn, Fáskrúðarbakkasókn, Hellnasókn, Kolbeinsstaðasókn, Staðarhraunssókn og Staðastaðarsókn. Á fjórða hundrað atkvæðabærra sóknarbarna er á kjörskrá.

Kosningarnar fara fram í félagsheimilinu Breiðabliki í Eyja- og Miklaholtshreppi til klukkan átján í dag. Átta sækja um embættið; tveir prestar og sex guðfræðingar. 

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi