Jón Sigurðsson er annar forseti félagsins sem ber það nafn, en sá fyrri, sem jafnan var kallaður Jón forseti, var forseti Kaupmannahafnardeildar félagsins frá 1851 til 1879.
„Ég er fullur auðmýktar gagnvart störfum Sigurðar Líndal fyrir félagið, því hann hefur unnið ómetanlegt starf fyrir félagið og haldið úti merkilegri útgáfu allskonar rita,“ segir Jón sem setið hefur í stjórn félagsins undanfarin ár.
Sigurður Líndal gegndi forsetaembættinu lengur er nokkur annar í sögu Hins íslenska bókmenntafélags, sem fagnar 200 ára afmæli sínu á næsta ári.
„Vonandi tekst okkur að koma félaginu klakklaust inn í þriðju öld starfseminnar,“ segir Jón.
En áttu von á því að verða kallaður Jón forseti hér eftir?
„Ekki ætla ég nú að reikna með því,“ segir Jón Sigurðsson.