Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Nýr forsetaframbjóðandi

29.03.2012 - 09:08
Mynd með færslu
 Mynd:
Hannes Bjarnason, 41 árs, frá Eyhildarholti í Skagafirði ætlar að bjóða sig fram í forsetakosningunum í sumar. Þetta kemur fram í Feyki í dag og er vísað í heimasíðu framboðsins jaforseti.is. Hannes hefur búið í Noregi frá árinu 1998.

Hannes er fæddur á Sauðárkróki þann 25. apríl 1971, uppalinn í Eyhildarholti í Skagafirði, sonur Bjarna Gíslasonar, skólastjóra og bónda, í Eyhildarholti, og Salbjargar Márusdóttur húsmóður og  kennara.

Opnuð hefur verið heimasíða með upplýsingum um framboðið á jaforseti.is