Nýjum forseta fagnað

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Mynd: RÚV / RÚV
Guðni Th. Jóhannesson, nýkjörinn forseti Íslands kvaðst í ávarpi, sem hann flutti af svölum heimilis síns nú síðdegis, vilja læra af sögunni um leið og hann horfði bjartsýnn fram á veg.

Fjöldi manns hyllti Guðna

Fjöldi manns hyllti Guðna við heimili hans á Seltjarnarnesi í dag. Hann sagðist vilja fylgja góðu fordæmi þeirra sem áður hafa gegnt embætti forseta Íslands.  Hann sagðist trúa því og treysta að Íslendingar vildu búa áfram í samfélagi mannúðar, réttlætis og jafnaðar.

Guðni Th. Jóhannesson hefur verið kjörinn forseti Íslands. Hann verður sjötti forseti lýðveldisins. Hann hlaut 39,08 prósent, en 71.356 Íslendingar kusu Guðna.Bein útsending frá hyllingu nýs forseta hófst klukkan fjögur í dag, fyrir utan heimili hans á Seltjarnarnesi.

Mynd með færslu
 Mynd: RUV
Fjöldi fólks streymir að heimili Guðna - Mynd: Kristín Sigurðardóttir/RÚV
vefritstjorn's picture
Vefritstjórn
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi