Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Nýjasta verk Ólafs Elíassonar vinsælt

19.08.2018 - 13:38
Mynd með færslu
 Mynd: Kynningarmyndband - Studio Olafur Eliasson
70.000 gestir hafa heimsótt nýja byggingu í Vejle-firði á Jótlandi sem er hönnuð af íslenska listamanninum Ólafi Elíassyni.

Húsið sem kallast Fjordenhus er í botni fjarðarins og er í raun lítil eyja, tengd fastalandinu með þröngri brú.

Fjárfestingarfyrirtækið Kirk Kapital lét byggja húsið og nýtir efstu hæð þess fyrir skrifstofur, aðrir hlutar hússins eru opnir almenningi og þar er að finna ýmis listaverk Ólafs.

Húsið var opnað 9. júní í sumar og að meðaltali hafa meira en 1.000 manns heimsótt húsið daglega. 

 

johannhlidar's picture
Jóhann Hlíðar Harðarson
Fréttastofa RÚV