Athugið þessi frétt er meira en 12 ára gömul.

Nýjar myndir frá eldstöðvunum

24.03.2010 - 13:13
Mynd með færslu
 Mynd:
Hér má sjá nýjar ljósmyndir sem Gísli Einarsson fréttamaður hefur verið að taka á síðustu klukkutímum. Hann var við Heljarkamb ásamt vísindamönnum í morgun. Gísli er nú á leið til byggða með myndir frá Guðmundi Bergkvist, myndatökumanni sjónvarpsins. Þær myndir verða settar á vefinn um leið og þær koma í hús.

Horft frá brún Hrunagils að eldstöðinni. Þarna rennur hraunið niður í gilið.

Gígurinn eins og hann lítur út frá Fimmvörðuhálsi. Þarna undir liggur nú gönguleiðin um Fimmvörðuháls.

 

 

Guðmundur Bergkvist, myndatökumaður Sjónvarpsins nálægt eldstöðvunum í morgun. Myndir hans verða birtar á netinu um leið og þær koma í hús.