Ómar Ragnarsson flaug yfir jarðeldana í gær og tók myndir af glóandi hraunbreiðunni. Enn vellur kvikan upp og stækkandi hraunbreiðan hrekur Jökulsá á Fjöllum á undan sér og sumstaðar myndar áin eins og ílangt lón. Annarsstaðar rennur hún í gegnum þrengingar.