Söluverð nýrra íbúða í Reykjavík fyrstu sjö mánuði ársins var 51 milljón króna að meðaltali að því er fram kemur í nýrri greiningu Íbúðalánasjóðs á markaði með nýjar íbúðir. Söluverð eldri íbúða var 46 milljónir á sama tíma. Á landinu öllu var 14% íbúðaviðskipta á almennum markaði vegna nýbygginga. Það var 3% 2010 og 18% 2007.