Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Nýja gjáin mun stærri en ætlað var

11.09.2011 - 19:17
Öll umferð hefur verið bönnuð um efsta hluta Almannagjár í tvo mánuði. Gjáin undir veginum sem í ljós kom í vor er stærri en ætlað var. Gerð útsýnispalls yfir nýju gjána er meðal tillagna sem Þingvallanefnd skoðar. Þúsundir ferðamanna í skipulögðum ferðum sem vanalega ganga frá Hakinu niður Almannagjá að rútum sem bíða þeirra á Þingvöllum geta það ekki á næstunni.

Eftir því sem meira hefur verið átt við svæðið í kringum gjána undir veginum í Almannagjá sem í ljós kom í apríl kemur æ betur í ljós hvílíkt gímald hún er.

Fyrir nokkrum dögum kom til dæmis í ljós framhald gjárinnar frá í vor, aðeins ofar á veginum.

Ferðaskrifstofur hafa breytt skipulagi sínu vegna lokunarinna.