Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Ný vinnubrögð skýr framför

21.10.2013 - 19:00
Mynd með færslu
 Mynd:
Mynd:  / 
Það fullyrðir formaður BSRB sem ætlar að setja fram kröfur um stytta vinnuviku, bættan kaupmátt, jöfn laun kynja, varanlegan húsaleigumarkað og leggur jafnframt áherslu á umhverfismálin.

BSRB hafði frumkvæði að gerð skýrslu sem lögð verður til grundvallar samningsgerðinni í vetur. Það er farið að norrænni fyrirmynd - sem merkir þó ekki að baráttan fyrir bættum kjörum, hærri launum, hafi verið lögð til hliðar, segir formaður BSRB. Spegillinn ræddi við Elínu Björgu Jónsdóttur - og spurði um helstu áherslur kjarabaráttunnar í vetur.
Efnahagsumhverfi og launaþróun, það er yfirskrift skýrslu sem verkalýðsfélög og Samtök atvinnulífsins hafa unnið að í sameiningu. Spegillinn fjallaði um skýrsluna fyrir helgina. Stjórn BSRB hafði frumkvæði að því að skýrslan var unnin með sama hætti og tíðkast hefur um árabil í kjarasamningum á Norðurlöndunum. Elín Björg telur ný vinnubrögð skýra framför.
Skýrslan sem aðildar vinnumarkaðsins, verkalýðshreyfingin og Samtök atvinnulífsins unnu í sumar er engin smásmíði sem menn geta kynnt sér með því að fara inn á heimasíður samtakanna. Og ýmsir sem Spegillinn hefur rætt við um skýrsluna eru á því að gagnabanki þessi muni hafa áhrif á ríkisfjármálin og stefnu ríkisstjórna í framtíðinni. Formaður BSRB er að minnsta kosti á því. Rætt er við formann BSRB í Spegli dagsins.