Ný útlendingalög

25.01.2013 - 18:59
Mynd með færslu
 Mynd:
Stefnt að styttri og öruggari málsmeðferð þegar hælisleytendur eru annars vegar.

Útlendingar eru skilgreindir sem allir sem ekki hafa íslenskan ríkisborgararétt en um þann stóra hóp gilda margvíslegar reglur. Það gilda sérreglur um Norðurlandabúa, það gilda sérreglur um íbúa á evrópska efnahagssvæðinu, samkvæmt EES samningnum,  og enn aðrar reglur um þá sem nú utan þess. Umræður um útlendinga á Íslandi snúast gjarna helst um þann hóp. En úr þeim hópi leitar fólk á ólíkum forsendum til Íslands. Sumir leita að atvinnu, sumir koma til náms, sumir til að sameinast öðrum fjölskyldumeðlimum sem fyrir eru á landinu. Og sumir koma sem flóttamenn eða hælisleitendur, fólk sem er ofsótt heima fyrir og er jafnvel í lífshættu. Frumvarp til nýrra laga um útlendinga var lagt fram á alþingi í gær það er mikill bálkur þar sem reynt er að ná utan um málaflokkinn.

Í mörgum tilvikum eru Íslendingar bundnir af alþjóðasamningum, og geta því ekki sett sér lög um þennan málaflokk að eigin geðþótta. Norrænir samningar, EES samningurinn, mannréttindasáttmálar, allt þetta bindur aðildarlöndin. Þá má nefna Dyflinarsamkomulagið sem kveður á um að úrskurður eins ríkis í máli þeirra sem sækja um alþjóðlega vernd, eða hæli gildir fyrir öll aðildarríkin. Það ákvæði hefur valdið talsverðum deilum og átökum á Íslandi, og stjórnvöld hafa stundum verið ásökuð um að skýla sér á bak við samkomulag til að sleppa við að taka sjálfstæðar ákvarðanir byggðar í eigin athugunum. Reyndin er sú að ekki er málsmeðferð jafn vönduð alls staðar og til dæmis hefur Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna mælst til að hælisneytendur verði ekki sendir til Grikklands. Halla Gunnarsdóttir aðstoðarmaður Innanríkisráðherra var formaður nefndarinnar sem samdi drögin að því frumvarpi sem nú hefur vrerið lagt fram. Hún segir að frumvarpinu sé vissulega ætlað að bæta réttarstöðu þeirra sem unndir það falla.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi