Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Ný uglutegund fundin

04.10.2013 - 10:20
Mynd með færslu
 Mynd:
Vísindamenn telja sig hafa fundið áður óþekkta tegund af uglum á Arabíuskaga. Uglan fannst þegar verið var að safna fuglahljóðum í afskekktu fjallahéraði í Oman.

Uglan er grá að lit og er sömu ættar og evópskar náttuglur sem kallast á latínu „Strix aluco". Hljóð nýfundnu uglunnar eru öðruvísi en ugluvæl áður þekktra tegunda.