Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Ný þáttaröð um söguslóðir í Kaupmannahöfn

Mynd: RÚV / RÚV

Ný þáttaröð um söguslóðir í Kaupmannahöfn

02.01.2018 - 14:53

Höfundar

Á miðvikudag hefst ný sjónvarpsþáttaröð þar sem Egill Helgason og Guðjón Friðriksson leiða áhorfendur um söguslóðir í Kaupmannahöfn. Víða í borginni leynast sögur af Íslendingum.

Borgin við Sundið var um aldaraðir hin eiginlega höfuðborg Íslands. Þangað leituðu Íslendingar til náms, starfa og fræðaiðkana, en Kaupmannahöfn var líka miðstöð verslunar Íslendinga.

Í þáttunum kynnumst við Íslandskaupmönnum, stúdentum, sérvitringum, skáldum og stjórnmálamönnum, en líka fólki sem fór til Hafnar að afla sér iðnmenntunar eða einfaldlega til að freista gæfunnar.