Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Ný stjórnmálasamtök

14.01.2013 - 10:32
Mynd með færslu
 Mynd:
Ný stjórnmálasamtök, Alþýðufylkingin, voru stofnuð í Friðarhúsi í Reykjavík í gær.

Ný stjórnmálasamtök, Alþýðufylkingin, voru stofnuð í Friðarhúsi í Reykjavík í gær.

Framhaldsstofnfundur verður í febrúar. Í drögum að stefnuskrá Alþýðufylkingarinnar segir meðal annars að hún sé baráttutæki íslenskrar alþýðu til að bæta hag sinn með því að heimta sitt úr höndum auðstéttarinnar. Til þess sé nauðsynlegt að efla lýðræði, pólitískt og efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar og vinda ofan af markaðsvæðingu sem hafi aukist á flestum sviðum undanfarna áratugi.

Alþýðufylkingin berst skilyrðislaust gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu, NATO og öðrum bandalögum heimsvaldasinna eins og segir í drögunum.  Hún beiti sér gegn óheftum fjármagnsinnflutningi til landsins og hvers konar skerðingu á fullveldi þjóðarinnar. 

Fram að framhaldsstofnfundi starfar bráðabirgðastjórn sem í eru Þorvaldur Þorvaldsson, Vésteinn Valgarðsson og Einar Andrésson.