Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Ný stjórn ekki mynduð fyrr en eftir helgi

Mynd með færslu
 Mynd:
Fundur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Framsóknarflokksins og Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins um myndun nýrrar ríkisstjórnar stóð enn nú rétt fyrir fréttir. Samkvæmt heimildum fréttastofu funduðu þeir í Reykholti í Biskupstungum. Þar á tengdafaðir Sigmundar Davíðs á hús.

Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs sagði í samtali við fréttastofu að viðræðurnar gengju ennþá vel og búið væri að ná fram niðurstöðum að hluta en ekki væri hægt að upplýsa neitt frekar á þessu stigi.

Meðal annars hefði verið rætt um skiptingu ráðuneyta en engar ákvarðanir verið teknar. Búast má við að stjórnin verði ekki mynduð fyrr en eftir helgi.