Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Ný ríkisstjórn vinsæl

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Nærri fjórir af hverjum fimm kjósendum styðja ríkisstjórnina ef marka má skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem birt er í Fréttablaðinu í dag. Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn eru lang stærstu flokkar landsins.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með yfir 26 prósenta fylgi í könnuninni, en Vinstri græn mælast með 23 og hálft prósent. Þriðji stjórnarflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, mælist svo með ríflega 11 prósenta fylgi. Samfylkingin mælist stærst stjórnarandstöðuflokkanna með rúmlega 13 prósenta fylgi og þá koma Píratar og Miðflokkurinn með á milli sjö og átta prósenta fylgi. Viðreins og Flokkur fólksins detta undir fimm prósent og Björt framtíð mælist einungis með um hálfs prósents fylgi.

Af þeim 804 sem náðist í við gerð könnunarinnar tóku 69,4 prósent afstöðu til spurningarinnar: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV