Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Ný ríkisstjórn tekin við – þau eru ráðherrar

30.11.2017 - 15:49
Mynd með færslu
 Mynd: Skjáskot - RÚV
Ný ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, undir forystu Katrínar Jakobsdóttur, tók við völdum í dag. Ríkisstjórnin hittist á sínum fyrsta ríkisráðsfundi á Bessastöðum síðdegis. Níu af ellefu ráðherrum hafa áður gegnt embætti ráðherra. Einn ráðherranna hefur gegnt þingmennsku fyrir tvo af þeim þremur flokkum sem standa að ríkisstjórninni.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV