Athugið þessi frétt er meira en 12 ára gömul.

Ný ratsjá gengdi lykilhlutverki

30.05.2011 - 21:28
Mynd með færslu
 Mynd:
Ný ratsjá sem er aðeins um 70 kílómetra frá Grímsvötnum gegndi lykilhlutverki við greiningu gosmakkarins úr eldstöðinni. Mælitæki sem Veðurstofan hefur nýlega fengið að láni hafa sparað evrópskum flugfélögum háar fjárhæðir.

Geirfinnur Sigurðsson, verkfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að með veðursjánni hafi reynst unnt að greina hæð stróksins af miklu meiri nákvæmni áður. Ítalska ratsjáin og nýtt mælitæki sem Veðurstofan fékk lánað frá Bretlandi og staðsett er á Keflavíkurflugvelli, hafa líklega sparað flugfélögum mikið fé því upplýsingar úr þeim rötuðu inn í öskuútbreiðslulíkön. Á grundvelli þeirra var hægt að opna fyrir flugumferð mun fyrr en annars hefði orðið. Geirfinnur býst við að í framtíðinni nýtist veðursjáin við gerð spálíkana.