Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Ný öskuspá Veðurstofunnar

22.04.2010 - 10:59
Mynd með færslu
 Mynd:
Í nýrri öskuspá Veðurstofunnar, fyrir daginn í dag og næstu daga segir að í dag verði h æg austlæg átt og skýjað. Búast má við lítilsháttar öskufalli í grennd við eldstöðina, vestur af henni. Óverulegar líkur á öskufalli á Reykjavíkursvæðinu.

Á morgun, föstudag (23. apríl):  Suðaustlæg átt og smám saman vaxandi vindur og öskumistur til norðvesturs frá eldstöðinni, sem getur jafnvel náð í örlitlum mæli til Reykjavíkur. Snjókoma eða slydda með köflum.

Laugardagur(24.  apríl):  Allhvöss suðaustan og austanátt og úrkomulítið. Öskumistur berst væntanlega til vesturs og norðvesturs frá eldstöðinni, jafnvel til Reykjavíkur.

Sunnudagur (25. apríl):  Austan strekkingur og rigning, en lægir mikið síðdegis. Öskufall til norðvesturs, en líklega ekki til Reykjavíkur.

Mánudagur (26. apríl):  Líklega austlæg átt áfram og öskufall til vesturs.