Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Ný Heimaey komin til Eyja

15.05.2012 - 14:49
Mynd með færslu
 Mynd:
Heimaey VE-1 kom til hafnar í Vestmannaeyjum í hádeginu. Skipið er fyrsta nýsmíði Ísfélags Vestmannaeyja í áratugi.

Samningar voru undirritaðir um smíðina fyrir fimm árum en tveggja ára seinkun varð á smíði þess í kjölfar náttúruhamfara í Chile. Ný Heimaey verður opin almenningi til klukkan fimm í dag.