Athugið þessi frétt er meira en 12 ára gömul.

Ný flugljós á Egilsstaðaflugvelli

12.11.2010 - 19:46
Mynd með færslu
 Mynd:
Ný aðflugsljós voru tekin í notkun við suðurenda flugbrautarinnar á Egilsstaðaflugvelli í dag. Flugbrautin uppfyllir nú staðla um nákvæmnisaðflug og blindflug en ljósin auðvelda lendingu í slæmu skyggni.

Nýju ljósin ná 900 metra suður fyrir brautarenda og kostuðu 120 milljónir. Ljósin þurfa mikið rafmagn; jafn mikið og þrjár átta hæða blokkir þegar orkuþörfin er sem mest á aðfangadag. Það var mikill ljósagangur á Egilsstaðanesi í vikunni þegar ljósin voru prófuð. Sjá myndir.