Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Núggatmöndlur

08.03.2016 - 21:15
Mynd með færslu
 Mynd: DR
Stökkar, núggathjúpaðar möndlur, ljúffengt nasl með góðum bolla af kaffi eða tei.

Í 200 g

 

Innihald:
100 g heilar möndlur með hýði
100 g mjúkt núggat
um það bil 50 g flórsykur

 

Aðferð:
Ristið möndlurnar létt á þurri pönnu og setjið þær því næst í stóra skál.
Setjið skálina með möndlunum í ísskáp í nokkra tíma, þar til bæði möndlurnar og skálin eru ískaldar.
Bræðið núggatið í skál yfir 80 gráðu heitu vatnsbaði og takið skálina upp úr vatnsbaðinu.
Takið möndluskálina út úr ísskápnum og hellið tveimur matskeiðum af volgu, bráðnu núggati yfir kaldar möndlurnar og hrærið í á meðan þar til allt núggatið er storknað á möndlunum.
Bætið svolítið meira bráðnu núggatið við og hrærið þar til allt núggatið er aftur alveg storknað.
Haldið áfram með meira núggat og bætið allra síðast flórsykri út á núggathjúpaðar möndlurnar.
Skiljið „samvaxnar“ möndlur að með fingrunum og veltið aftur upp úr flórsykri.
Sigtið umfram flórsykur varlega frá.

Geymið á köldum stað í þétt lokuðu íláti, glerkrukku eða einhverju slíku.

 

 

 

 

sigrunh's picture
Sigrún Hermannsdóttir