Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

NPA frumvarpið orðið að lögum

26.04.2018 - 14:04
Mynd með færslu
 Mynd: Þórgunnur Oddsdóttir
Frumvarp um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, NPA, var samþykkt samhljóða sem lög á Alþingi í hádeginu í dag.

Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði við atkvæðagreiðsluna að stundin væri söguleg og dagurinn góður fyrir íslenskt samfélag.

Frumvarpið er afrakstur áralangrar vinnu og áratuga baráttu fatlaðra fyrir réttindum sínum. Þá var samþykkt sem lög frá Alþingi frumvarp um félagsþjónustu sveitarfélaga svo hún taki mið af samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. 
 

johannav's picture
Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir
Fréttastofa RÚV
Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV