Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Notuðu lýsistank sem magnara - myndband

Mynd með færslu
 Mynd: Andrés Skúlason - youtube - Hvatning í lýsistanki

Notuðu lýsistank sem magnara - myndband

04.07.2016 - 10:10
Hópur fólks kom saman í gömlum lýsistanki á Djúpavogi í gær til að hvetja íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fyrir leikinn við Frakka.

Andrés Skúlason oddviti sem tók gjörninginn upp segir að í fyrstu hafi fimm Djúpavogsbúar ætlað að taka þátt í gjörningnum fimm mínútur í leik en þá hafi borið að rútu með ferðamönnum sem komu til að skoða Eggin í Gleðivík, listaverk Sigurðar Guðmundssonar. Þeim hafi verið smalað inn í tankinn og ekki þótt leiðinlegt að taka þátt í gjörningnum í tankinum sem til stendur að breyta í viðburða- og sýningarrými. 

Sjá má myndband hér á neðan. 

Tengdar fréttir

Tónlist

Svona hljómar gamli lýsistankurinn á Djúpavogi