Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Norski olíusjóðurinn stærstur

11.06.2011 - 03:01
Norski olíusjóðurinn er orðinn stærsti ríkisfjárfestingasjóður heims. Þetta kemur fram í nýrri samantekt sem blaðið Dagens Næringsliv greinir frá. Norski sjóðurinn er orðinn stærri en sjóður furstadæmisins Abu Dhabi við Persaflóa. Sjóður furstadæmisins hefur rýrnað vegna lélegra fjárfestinga og mikilla opinberra útgjalda. Í norska sjóðnum eru nú um 3100 miljarðar norskra króna. Það eru yfir 65 þúsund miljarðar íslenskra króna.