Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Norrænir nútímatónlistarhópar á Rás 1

Mynd með færslu
 Mynd: Nikolaj Lund - Heimasíða Esbjerg Ensemble

Norrænir nútímatónlistarhópar á Rás 1

25.11.2015 - 11:19

Höfundar

Laugardaginn 28. nóvember standa fimm norrænir nútímatónlistarhópar fyrir tónleikadegi í Norðurljósasal Hörpu undir yfirskriftinni IMMERSION. Þar verður boðið upp á röð fimm stuttra tónleika þar sem leikin verða bæði glæný og „eldri" nútímaverk, en ásamt íslenska Caput hópnum koma þar fram tónlistarhóparnir Cikada frá Noregi, defunensemble frá Finnlandi, Esbjerg Ensemble frá Danmörku og Norbotten NEO frá Svíþjóð.

Rás 1 mun hljóðrita alla tónleikana og verður þeim útvarpað í næstu viku sem hér segir:

Sunnudagur 29. nóvember kl. 16.05 - Tónleikar Caput hópsins. Frumflutt verk eftir Huga Guðmundsson og Hjálmar H. Ragnarsson auk verka eftir Toshio Hosokawa og Helenu Tülve. 

Mánudagur 30. desember kl. 19 - Tónleikar Norbotten NEO og Chikada. Flutt verk eftir Joakim Sandgren, Kaiju Saariaho, Pär Lindgren, Salvatore Sciarrino, Fausto Romitelli, Per Mårtensson, James Dillon og Jon Øivind Ness.

Þriðjudagur 30. desember kl. 19 - Tónleikar Esbjerg Ensemble og defunenensemble. Flutt verk eftir Hans Abrahamsen, Per Nørgård, Steingrím Rohloff, Jørg Widmann, Bryan Jacobs, Christian Winther Christensen og Hikari Kiyama.

Valin verk verða einnig leikin í Hátalaranum í næstu viku.