Norrænir myndasöguhöfundar sýna

Mynd með færslu
 Mynd:

Norrænir myndasöguhöfundar sýna

12.01.2013 - 21:26
Hugleikur Dagsson ætlar að láta tvo erlenda listamenn um að myndaskreyta texta nýjustu bókar sinnar sem er væntanleg á þessu ári. Hugleikur er einn átta höfunda sem tekur þátt í norrænu myndasögusýningunni Nordicomics sem opnuð var í Borgarbókasafninu í dag.

Á sýningunni má meðal annars sjá myndasögur frá Grænlandi og Álandseyjum en það eru finnsku myndasögusamtökin sem standa að sýningunni ásamt Borgarbókasafninu.

Myndir Hugleiks bera sterk höfundareinkenni og það fer því yfirleitt ekki framhjá lesendum, sem skoða verk hans, eftir hvern þær eru. Hugleikur kveðst vera hvergi smeykur við að láta öðrum eftir að myndskreyta bók sína. Þetta verði svipað og að vera leikstjóri með góðan tökumann sér við hlið. Hann bíður því spenntur eftir að sjá hvernig listamennirnir túlka skrif hans.