Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

„Norðurljósabarinn ætti alltaf að vera uppi“

Mynd: Halla Harðardóttir / Halla Harðardóttir

„Norðurljósabarinn ætti alltaf að vera uppi“

04.12.2017 - 18:27

Höfundar

Dagný Heiðdal, listfræðingur og deildarstjóri listaverkadeildar Listasafns Íslands. leiddi hlustendur Víðsjá um geymslur safnsins og ræddi það sem fyrir augu bar.

Er eitthvað verk sem þér finnst að ætti að koma fyrir sjónir almennings sem allra fyrst?

„Já, það er nú tildæmis þetta verk sem ég sé hérna, Norðurljósabarinn eftir Halldór Ásgeirsson,“segir Dagný Heiðdal, listfræðingur og deildarstjóri listaverkadeildar Listasafns Íslands. Dagný leiddi Víðsjá um geymslur safnsins og ræddi það sem fyrir augu bar.

Processed with VSCO with av4 preset
 Mynd: Halla Harðardóttir
Verkamaður, e. Sigurjón Ólafsson. 1930
Processed with VSCO with av4 preset
 Mynd: Halla Harðardóttir
Speglun, e. Steinunni Þórarinsdóttur, 1998.

„Norðurljósabarinn finnst mér alveg geggjað verk. Þetta er verk sem ætti alltaf að vera aðgengilegt.  Það er sett upp í lokuðu rými og í miðjunni er hringborð þar sem margskonar ílátum er raðað ofan á, sem eru fyllt með lituðu vatni og svo knýr mótor borðið. Þannig að borðið snýst og varpar ljósi á vegginn og býr til Norðurljós. Þannig að þú getur gengið inn í rýmið og upplifað norðurljós, og svo er þetta líka barborð, líkt og nafnið gefur til kynna. Norðurljósabarinn ætti alltaf að vera uppi, fyrir okkur íslendinga en líka fyrir erlenda ferðamenn.“

Processed with VSCO with av4 preset
 Mynd: Halla Harðardóttir
Norðurljósabarinn eftir Halldór Ásgeirsson leynist í bláa kassanum.
Processed with VSCO with av4 preset
 Mynd: Halla Harðardóttir
Dagný kíkir á skráningarnúmer Ganýmedesar eftir Bertel Thorvaldsen frá árinu 1927.
Processed with VSCO with av4 preset
 Mynd: Halla Harðardóttir

Rætt var við Dagný í Víðsjá og hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.